Nýskráning

Það er ókeypis!

Ég er kennari

About

Icelandic Online – BÖRN er námsvefur fyrir kennslu í lestri á íslensku sem nýtist best sem ítarefni. Markhópurinn er 5 til 7 ára fjöltyngd börn, bæði þau sem eiga erlent mál að móðurmáli og börn sem hafa ekki alist upp í íslensku málumhverfi. Námsefnið nýtist einnig börnum sem tala íslensku og eru að byrja að lesa.

Námsvefurinn tekur mið af Aðalnámskrám leikskóla og grunnskóla. Efnið er gagnvirkt með leikjaívafi þar sem börnin eru leidd áfram stig af stigi í þjálfuninni. Fyrstu tvö námskeiðin kenna stafi og hljóð en söguþráður og lesæfingar hefjast í
3. námskeiði.

Vefurinn er gjaldfrjáls og öllum opinn.

Nánar um kennslufræði námsvefsins hér.

Icelandic Online – BÖRN byggist á námskerfi icelandiconline.com sem hentar bæði tölvum og snjalltækjum og er þróað í samvinnu við sérfræðinga í byrjendalæsi og læsi fjöltyngdra barna.

Ritstjórar Icelandic Online – BÖRN eru Birna Arnbjörnsdóttir og Halldóra Jóhanna Þorláksdóttir. Úlfur Alexander Einarsson verkefnastýrði hugbúnaðar- og forritunarvinnu. Handritsgerð var í höndum Halldóru Jóhönnu Þorláksdóttur, Þorgerðar Önnu Björnsdóttur og Birnu Arnbjörnsdóttur. Um grafíska hönnun sá Bjarney Hinriksdóttir og Davíð Hólm Júlíusson um myndbandagerð, hljóðupptökur og hljóðvinnslu. Ásamt handritshöfundum sátu í ritnefnd Branislav Bédi, Kolbrún Friðriksdóttir og Úlfar Bragason. Aðrir starfsmenn voru Anna María Steingrímsdóttir, Guðlaug Agnes Kristjánsdóttir, Gunnar Dofri Viðarsson, Júlía Hermannsdóttir, Saga Rut Sunnevudóttir, Sara Ósk Þorsteinsdóttir, Sigurður Birkir Sigurðsson og Þröstur Almar Þrastarson. Talsetningu önnuðust Jón Bergsteinn Auðarson, Kristín Jónsdóttir, Rebekka Þráinsdóttir, Þorgerður Anna Björnsdóttir og Þorri Elís Halldóruson. Bergur A. H. Jónsson og Diljá Þorbjargardóttir aðstoðuðu við yfirlestur og villuprófanir. Hulda Karen Daníelsdóttir, Renata Emilsson Pesková, Sigríður Sigurjónsdóttir og Ragnhildur Sigurðardóttir voru í ráðgjafanefnd en sérfræðingar við Menntamálastofnun veittu einnig ráðgjöf við gerð efnisins. Vefurinn er hýstur hjá Tungumálamiðstöð Háskóla Íslands.

Kids