Nýskráning

Það er ókeypis!

Ég er kennari

About

Icelandic Online – BÖRN er námsvefur fyrir kennslu í lestri á íslensku sem nýtist best sem ítarefni. Markhópurinn er 5 til 7 ára fjöltyngd börn, bæði þau sem eiga erlent mál að móðurmáli og börn sem hafa ekki alist upp í íslensku málumhverfi. Námsefnið nýtist einnig börnum sem tala íslensku og eru að byrja að lesa.

Námsvefurinn tekur mið af Aðalnámskrám leikskóla og grunnskóla. Efnið er gagnvirkt með leikjaívafi þar sem börnin eru leidd áfram stig af stigi í þjálfuninni. Fyrstu tvö námskeiðin kenna stafi og hljóð en söguþráður og lesæfingar hefjast í
3. námskeiði.

Vefurinn er gjaldfrjáls og öllum opinn.

Nánar um kennslufræði námsvefsins hér.

Icelandic Online – BÖRN byggist á námskerfi icelandiconline.com sem hentar bæði tölvum og snjalltækjum og er þróað í samvinnu við sérfræðinga í byrjendalæsi og læsi fjöltyngdra barna.

Kids